á endalausu ferðalagi...
föstudagur, september 17, 2004
Flutningar

Já það hefur margt og mikið gerst hjá okkur núna síðustu 10 daga eða svo. Við erum flutt úr 1307 og í 2302. Við erum sem sagt farinn úr 2 herb. íbúðinni sem við fluttum í í janúar og yfir í 3 herbergja. Við áttum nú ekki von að þetta mundi ganga svona hratt fyrir sig en raunin varð önnur. Akkurat núna er verið að klára gera gömlu íbúðina tilbúna til málingar og reyna koma okkur fyrir í nýju íbúðinni.

Annars gengur skólinn bara vel enn sem komið er. Búin að komast að því að prófin mín í janúar verða ekki mörg þetta er meira skilaverkefni á önninni.

Jæja þá ætla ég ekki að skrifa meira í dag. Ég þarf nenfilega að fara afkalka baðherbergið!!

Bið bara að heilsa

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.